Sækist eftir 4. sæti í forvali VG

Kristján Hreinsson
Kristján Hreinsson

Kristján Hreinsson skáld gefur kost á sér í forval Vinstri grænna til borgarstjórnarkosninganna í vor og sækist eftir 4. sæti á lista.  Kristján fæddist í Reykjavík 7. janúar 1957 en ólst upp í Kópavogi. Í dag býr Kristján í Skerjafirðinum og skrifar jöfnum höndum leikrit, skáldsögur, ljóð og söngtexta.

Í tilkynningu segir Kristján að víst sé við hæfi að vísa fylgi:

Framboð Kristjáns flestir hér
fyrirgefa honum
en dæmalaust hann dáður er
og dýrkaður af konum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert