Saga í hverju horni

00:00
00:00

Und­ir­bún­ing­ur vegna end­ur­bygg­ing­ar Lauga­vegs 4 - 6 er nú í full­um gangi og er verið að rífa frá hús­inu þá hluta sem ekki verða nýtt­ir. Gaml­ir olíulamp­ar, 140 ára gaml­ar dag­blaðaslitr­ur og þorska­lýs­is­flaska er meðal þeirra muna sem komu í ljós við þá vinnu.

Elstu hlut­ar hús­anna við Lauga­veg 4 - 6 eru tæp­lega 140 ára gaml­ir en áður en hægt verður að byggja hús­in upp að nýju þarf að end­urteikna og end­ur­hanna hús­in. Páll V. Bjarna­son arki­tekt sér um end­ur­hönn­un eldra húss­ins, Lauga­vegs 6.

Páll seg­ir auðvelt að lesa sögu húss­ins með því að skoða það og bend­ir á för eft­ir skil­veggi og inn­rétt­ing­ar, máln­inga­leif­ar á veggj­um og vegg­fóðurs­leif­ar máli sínu til stuðnings. Fyr­ir leik­mann er hins veg­ar erfitt að ímynda sér að fúa­spýt­urn­ar í grind húss­ins geti ein­hvern tím­an orðið að al­vöru húsi á ný.

Þá hafa fund­ist ýms­ir mun­ir við frá­rifið, s.s. rest­ar af göml­um vörula­ger frá hús­búnaðar­versl­un Bier­ings, þorska­lýs­is­flaska og æva­gaml­ar dag­blaðaslitr­ur, s.s. úr Víkverja frá 1874, Vísi frá 1978 og Þjóðólfi frá 1880 þar sem eig­andi blaðsins, Matth­ías Jochum­son lýs­ir því yfir að hann sé bú­inn að selja það.

Brátt sér fyr­ir end­ann á hönn­un­ar­ferli hús­anna og býst Páll við því að haf­ist verið handa við fram­kvæmd­ir eft­ir tvo til þrjá mánuði. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert