Erfiðlega gengur að mynda sátt um Icesave

Jóhanna Sigurðardóttir sagði fundinn mikilvægt skref í átt að samstöðu.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði fundinn mikilvægt skref í átt að samstöðu. Kristinn Ingvarsson

Enn virðist langt í land með að mynda þverpólitíska sátt um Icesave. Að loknum fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að mikilvægt skref hefði verið tekið í átt að samstöðu, sem áfram yrði unnið að á næstu dögum.

Ekkert nýtt virðist þó hafa komið fram á fundinum, og að honum loknum sagði Jóhanna of snemmt að segja til um hvort hægt yrði að taka samningaviðræður upp að nýju.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segist hafa lagt áherslu á að skilyrði þess að hægt verði að ná sátt um málið sé að allir sammælist um að samningurinn við Breta og Hollendinga sé óviðunandi fyrir Ísland. Engin svör fengust á fundinum um hvort ríkisstjórnin samþykkti það skilyrði.

Sigmundur segist efast um að alvara sé á bakvið sáttarboð ríkisstjórnarinnar, í ljósi þess að á sama tíma og hún þykist reyna að ná sáttum við stjórnarandstöðuna sendi hún frá sér tilkynningu sem sé alls ekki til þess fallin að styrkja málstað Íslendinga ef samningaviðræður verði teknar upp að nýju.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert