Eitrunarmiðstöð Landspítala vekur athygli á því að hægt er að kaupa á netinu svonefnda „kraftaverkalausn“eða MMS sem getur valdið alvarlegum veikindum eða dauða. Eindregið er varað við notkun MMS og sagt mikilvægt að tilkynna til yfirvalda ef grunur leikur á eitrun af völdum lausnarinnar.
Umrædd „kraftaverkalausn“ er seld undir heitinu Miracle mineral solution eða MMS en einnig á stundum Miracle mineral supplement. Í lausninni er 28% natríum klórít (NaClO2) sem ætlað er að lækna sjúkdóma; allt frá alnæmi til berkla.
Í sameiginlegri tilkynningu frá sóttvarnarlækni, Lyfjastofnun, Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Eitrunarmiðstöð Landspítala segir að engin vísindaleg gögn liggi fyrir sem styðji notkun MMS við sjúkdómum. Natríum klórít er hins vegar eitur sem geti valdið metrauðablæði, skemmdum á rauðum blóðkornum og nýrnabilun.