Björgunarsveitarmenn á leið til Haítí

Frá æfingu Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Gufuskálum.
Frá æfingu Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Gufuskálum. Ljósmynd/Landsbjörg

Íslenska alþjóðabjörg­un­ar­sveit­in held­ur til Haítí á ell­efta tím­an­um í dag þar sem hún mun taka þátt í björg­un­araðgerðum. Í kjöl­far jarðskjálft­ans sem reið yfir í gær­kvöldi ákvað ut­an­rík­isþjón­ust­an að bjóða fram aðstoð sína og þáðu stjórn­völd það.

Alþjóðabjörg­un­ar­sveit­in ís­lenska er sér­hæfð í rúst­a­björg­un og stend­ur sam­an af 35 björg­un­ar­mönn­um. Hún hef­ur meðferðis 10 tonn af rúst­a­björg­un­ar­búnaði, þrjú tonn af vatni, tjald­búðir fyr­ir sveit­ina, full­kom­inn fjar­skipta­búnað og vatns­hreinsi­búnaðar. Hægt er að halda sveit­inni úti án ut­anaðkom­andi aðstoðar í allt að 7 daga.

Þota er til reiðu og fer sveit­in af stað upp úr klukk­an tíu í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert