Erfitt að bíða frétta af vinum

Pétur Guðjónsson, er einn þeirra sem bíður fregna af vinum sínum á Haiti, þar sem hann hefur verið með annan fótinn síðustu fimmtán ár í gegnum starf sitt hjá Húmanistahreyfingunni. Hreyfingin rekur þar um 200 skóla á vegum Íslendinga sem í ganga um 60.000 börn.

Pétur segir fréttaflutning frá Haiti því miður ekki nógu nákvæman en verst sé þó að símasambandið sé mjög stopult. Þó hafði honum tekist að ná einn vin sinn í höfuðborginni Port au prince sem hjálpaði íslensku rústabjörgunarsveitinni um túlk, sem verður þeim til aðstoðar þegar þeir lenda um níuleytið í kvöld. Pétur segir kraftaverki líkast að hafa náð tvisvar í manninn. Hann hafi reynt að ná í marga í dag án árangurs.

Pétur segir vin sinn heppinn að vera á lífi. "Það bara hrundu hús í kringum hann og bara hrein mildi að hann og hans fjölskylda skyldi sleppa."


Pétur Guðjónsson
Pétur Guðjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert