Fátæka Ísland fyrst til Haítí

Mikil þörf er fyrir aðstoð á jarðskjálftasvæðinu á Haítí.
Mikil þörf er fyrir aðstoð á jarðskjálftasvæðinu á Haítí. CARLOS BARRIA

Fátæka Ísland er fyrst til Haítí, segir í frétt um för íslensku björgunarsveitarinnar til Haítí, á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.

Þrátt fyrir efnahagslegar hamfarir og mikil vandamál heimafyrir senda Íslendingar alþjóðlega leitar- og rústabjörgunarsveit sína til Haítí, segir í frétt NRK. Sveitin sé með þeim fyrstu sem komi til landsins.

Sagt er frá búnaði sveitarinnar og mikilli reynslu af björgunarstarfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka