Fésbókarsíðan ekki opinber

Hrannar Björn Arnarsson.
Hrannar Björn Arnarsson.

Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir Facebook-síðu sína ekki opinberan vettvang.

Athygli vakti þegar hann tíndi til neikvæða erlenda umfjöllun um Ísland í Icesave-málinu á síðunni og lét fylgja með að hún væri „með kveðju frá Bessastöðum“. Hafa sumir túlkað þetta þannig að embættismaðurinn hafi verið að hæðast að forsetanum eða ákvörðun hans. Facebook-síðan er lokuð og ekki hafa aðrir aðgang að henni en vinir hans á Facebook-vefnum.

Aðspurður segir Hrannar að hann komi ekki fram sem talsmaður ríkisstjórnarinnar á síðunni, heldur birti hann þar ýmislegt sem viðkomi hans lífi og starfi, fyrir sína vini og kunningja. Með tengingunni við Bessastaði hafi hann einfaldlega verið að benda á uppruna þeirra frétta sem dundu á Íslendingum þann daginn. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið.

Eins og að tjá sig í eldhúsinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert