Kviknaði í út frá ísskáp

Litlar skemmdir urðu í bílskúrnum í Eyjum. Myndin er úr …
Litlar skemmdir urðu í bílskúrnum í Eyjum. Myndin er úr safni. mbl.is / Golli

Eldur kviknaði í bílskúr í Vestmannaeyjum í dag. Vel gekk að slökkva eldinn og óverulegar skemmdir urðu af reyk og hita.

Tilkynnt var um eld í íbúðarhúsi við Búhamar rétt fyrir klukkan þrjú. Reyndist eldurinn vera í bílskúr við húsið.

Slökkvilið var fljótt á staðinn og slökkti eldinn á skammri stundu. 

Í bílskúrnum var búslóð og mikið dót, meðal annars gamall ísskápur sem var í sambandi við rafmagn. Dót lá upp við hann og er talið líklegast að það hafi valdið brunanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert