Lenti undir veghefli

Tvö um­ferðaró­höpp urðu á Fljóts­dals­héraði í dag, í glæra hálku. Maður slasaðist á hendi þegar dekk veg­hef­ils sem keyrt var á fór yfir hann.

Ekið var á kyrrstaðan veg­hef­il í morg­un, á Upp­héraðsvegi á leiðinni frá Eg­ils­stöðum í Hall­ormsstað.

Veg­hef­ils­stjór­inn var að und­ir­búa að aðstoða við að draga upp dælu­bíl sem lent hafði út af veg­in­um. Ökumaður pall­bíls sem átti leið um veg­inn náði ekki að stöðva bíl­inn vegna hálku og lenti aft­an á hefl­in­um sem var í veg­kant­in­um. 

Ökumaður dælu­bíls­ins stóð á bretti veg­hef­ils­ins. Hann féll í jörðina og fékk dekk hef­ils­ins yfir sig. Brotnaði maður­inn á hendi. Hann var flutt­ur á heilsu­gæsl­una á Eg­ils­stöðum og síðan til aðgerðar á sjúkra­hús.

Ökumaður pall­bíls­ins slapp með minni­hátt­ar meiðsli, að því talið er, en bíll­inn er mikið skemmd­ur, ef ekki ónýt­ur.

Um há­deg­is­bilið varð annað óhapp vegna hálku á svæði lög­regl­unn­ar á Eg­ils­stöðum. Ökumaður jeppa á Borg­ar­fjarðar­vegi tók bíl­inn úr fjór­hjóla­drif­inu þar sem hon­um sýnd­ist hann vera kom­inn út úr hálk­unni. Svo var ekki og snar­sner­ist hann á veg­in­um og fór eina og hálfa veltu. 

Ökumaður og tveir farþegar sluppu með skrám­ur.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert