Óttast að hálf milljón hafi farist

AP fréttastofan hefur eftir þingmanni á Haíti, að miðað við eyðilegginguna í Port-au-Prince, höfuðborg landsins, og nágrenni, kunni tala látinna eftir jarðskjálftann í gærkvöldi að ná hálfri milljón manna. 

Forsætisráðherra Haíti sagði fyrr í kvöld að búast mætti við að yfir hundrað þúsund manns hafi látið lífið í ljósi þess, að margar byggingar og heilu hverfin í borginni væru rústir einar. Um 4 milljónir manna búa í Port-au-Prince og úthverfum henar.

Rauði krossinn telur að skjálftinn hafi haft bein áhrif á líf þriggja milljóna manna í landinu.

Um 40 manna lið frá íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni hélt til Haíti í morgun en búist er við að þeir verði meðal þeirra fyrstu á vettvang. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert