Óvíst með Íslendinga á Haíti

reuters

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ekki ljóst hvort einhverjir Íslendingar hafi verið staddir á Haíti þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ráðuneytið vinnur að upplýsingaöflun sem stendur.

Í tilkynningu sem utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér kemur fram að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ákvað í nótt að senda íslensku rústabjörgunarsveitina til hjálparstarfa eftir jarðskjálftana á Haítí. Sveitin lagði af stað klukkan 10:00 og stefnt er að því að lenda í Port-au-Prince um kl. 16:00 að staðartíma. Þar með yrði sveitin ein sú fyrsta sem kemst til hjálparstarfa á svæðinu.

„Ráðherra heimsótti sveitina í nótt í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð þar sem hún undirbjó sig. Með í för verður fulltrúi frá utanríkisráðuneytinu.
Utanríkisþjónustan hefur verið í sambandi við stjórnvöld Haítís sem hafa þakkað fyrir stuðninginn og skjót viðbrögð frá Íslandi.

Eins hefur ráðuneytið verið í sambandi við fólk sem þekkir til staðhátta á Haítí.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins kannar nú hvort Íslendingar séu á svæðinu og reynir að ná sambandi við þá. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um Íslendinga á Haítí eru hvattir til að hafa samband við Borgaraþjónustu ráðuneytisins í síma 545 9900." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert