Reynt til hins ítrasta að semja

hag / Haraldur Guðjónsson

Ísland reynir nú að komast hjá því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesavelögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingu. Reynt sé að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga.

Samningurinn sem gerður var við Breta og Hollendinga sé afar óvinsæll hjá Íslendingum enda þungar byrðar lagt á hvern einstakling. Þetta kemur fram í frétt breska blaðsins Telegraph í dag.

Þar er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, segir að það allt stefni í að þjóðaratkvæðagreiðslan verði haldin þann 6. mars nk. Vinna verði hratt að því að finna einhverja lausn á málinu.

Í frétt Telegraph segir að ef Íslendingar kjósa gegn lögunum þá gæti það fellt ríkisstjórnina, en hún yrði þá önnur ríkisstjórnin sem félli á einu ári á Íslandi.

Hér er fréttin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert