Sáu mikla eyðileggingu

Íslensku björgunarsveitarmennirnir vinna við að afferma flugvél Icelandir á flugvellinum …
Íslensku björgunarsveitarmennirnir vinna við að afferma flugvél Icelandir á flugvellinum í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í kvöld. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Rústabjörgunarsveitin lenti rétt í þessu á Port-au-Prince flugvellinum í Haítí og gengur allt eftir áætlun samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Þegar flogið var yfir borgina sáu björgunarsveitarmenn mikla eyðileggingu og fólk sem safnast hafði saman á opnum svæðum. 

Innlendir vallarstarfsmenn fögnuðu komu sveitarinnar og þökkuðu henni vel fyrir.

Sveitin vinnur að því að afferma vélina. Það er gert með höndunum því enginn búnaður er tiltækur á flugvellinum, samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 

Stjórnendur íslensku björgunarsveitarinnar munu síðan hitta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á svæðinu en sveitin mun vinna í samstarfi við þá.

Ganga þarf rösklega til verks og finna öruggan stað fyrir búðirnar því eftir tvö til þrjá tíma skellur á myrkur á Haítí. Þá þarf að gæta fyllsta öryggis félaga í björgunarsveitinni, segir Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Flugvélin sem sveitin kom með átti að fara aftur á miðnætti með erlenda ríkisborgara frá Haítí.

Hvorki er komið á hreint hve margir fara til baka með vélinni né frá hvaða löndum, samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins. Gengið hefur illa að fá upplýsingar um slíkt vegna ástandsins. 

Íslenskir björgunarsveitarmenn eru að afferma flugvél Icelandair sem flutti þá …
Íslenskir björgunarsveitarmenn eru að afferma flugvél Icelandair sem flutti þá til höfuðborgar Haítí, Port-au-Prince. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Fólk gengur fram hjá eyðilögðum húsum en íslenska rústabjörgunarsveitin er …
Fólk gengur fram hjá eyðilögðum húsum en íslenska rústabjörgunarsveitin er nú lent á Haítí. EDUARDO MUNOZ
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert