Rétt tæplega tíu innbrot voru framin dag hvern á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra. Skráð voru 3.472 innbrot á árinu 2009 en 2.731 árið á undan. Það jafngildir 27% aukningu milli ára.
Hegningarlagabrotum fjölgaði á síðasta ári sem nemur 5 %. Þau voru 15.296 en 14.578 á árinu 2008. Auðgunarbrotum fjölgaði um 15% milli ára, nytjastuldi um 16% og eignaspjöllum um 1%. Hins vegar var fækkun í öðrum flokkum. Þannig fækkaði kynferðisbrotum um 39% milli ára, áfengislagabrotum um þriðjung, fíkniefnabrotum um 16%, manndráps og líkamsmeiðingum um 14% og skjalafalsi um 15%.