Til stendur að halda sýninguna Viðhald 2010 dagana 5. - 6. mars Vetrargarðinum í Smáralind. Þar verður fjallað um ýmislegt sem lýtur að viðhaldi húsa, svo sem um skattamál, réttindi, skyldur, tryggingar, fjármögnun, tilboðsgerð, efniskaup, þjónustu, fagaðila, eftirlit og ábyrgð.
Samkvæmt upplýsingum frá aðstandenduum sýningarinnar eru fagaðilar sem vinna við endurbætur og viðhald húseigna almennt sammála um að tímabært sé að huga að viðhaldi húsa, sem orðin eru fjörtíu ára gömul. Í Reykjavík sé 47% alls íbúðarhúsnæðis byggt fyrir árið 1970 og samanlagt eru það meira en 23 þúsund íbúðir.
www.vidhald2010.isAð sýningunni stendur fyrirtækið Proline ehf. en styrktaraðili sýningarinnar er Múrbúðin.