Áætlun AGS afar þýðingarmikil

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn. Reuters

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra hef­ur í dag til­kynnt Dom­in­ique Strauss Kahn, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, bréf­lega að af hálfu ís­lenskra stjórn­valda sé lögð áhersla á að efna­hags­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins haldi hindr­un­ar­laust áfram enda þótt fyr­ir­sjá­an­legt sé að lausn Ices­a­ve-máls­ins muni tefjast vegna fyr­ir­hugaðrar þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Í bréfi Jó­hönnu seg­ir, að ís­lenska rík­is­stjórn­in og Alþingi hafi  fyr­ir sitt leyti staðið við sitt við að fram­fylgja samn­ingn­um um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar, sem gerður var við Breta og Hol­lend­inga í júní og end­ur­skoðaður í októ­ber.

Þá kem­ur fram að end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar sé einn af mik­il­væg­ustu þátt­um í end­ur­reisn ís­lensks efna­hags­lífs. Því sé afar þýðing­ar­mikið að end­ur­skoðunin eigi sér stað svo fljótt sem kost­ur er, ekki síst til þess að tryggja fjár­fest­ing­ar og upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs í þeirri end­ur­reisn sem haf­in er á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert