Fjallað um íslensku björgunarsveitina á CNN

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN hefur í kvöld sýnt beint frá björgunaraðgerðum í  Caribbean Market í Port au Prince á Haítí þar sem íslensku björgunarmennirnir eru að störfum. Hefur stöðin meðal annars rætt við einn Íslendinganna á staðnum og í síma við Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Viðtal á CNN má sjá hér.

Fréttamaður á staðnum segir að þessa stundina séu björgunarmenn að tala við unga konu,  Nadiu, sem er lokuð inni í byggingunni. Hún er ekki slösuð og er vonast til að það takist að ná henni út bráðlega.

Eftirskjálftar finnast enn á Haítí og hafði fréttamaðurinn eftir björgunarmönnum, að það gerði björgunarstörfin í hálfhrundum húsunum, enn hættulegri en ella.

Stjórnvöld á Haítí hafa nú stöðvað flugumferð til flugvallarins í Port-au-Prince í bili vegna þess, að ekki er pláss fyrir fleiri flugvélar á vellinum og einnig er þar ekkert eldsneyti. Nú undir kvöld voru 10 flugvélar á sveimi yfir vellinum og biðu eftir lendingarleyfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert