Fleirum bjargað úr húsi

Mynd tekin af björgunarvettvangi.
Mynd tekin af björgunarvettvangi.

Íslenska björgunarsveitin á Haítí er þessa stundina að bjarga þriðju konunni út úr fjögurra hæða byggingu í Port-au-Prince en húsið hrundi í jarðskjálftanum á þriðjudagsmorgun.

Fyrr í dag bjargaði sveitin tveimur konum á þrítugsaldri úr rústunum. Þær voru ekki mikið slasaðar, að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Íslensku björgunarsveitarmennirnir ráða ráðum sínum á flugvellinum á Haítí.
Íslensku björgunarsveitarmennirnir ráða ráðum sínum á flugvellinum á Haítí. mynd/Kristinn Ólafsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert