Forsætisráðherra bjartsýnn

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir Ómar Óskarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, seg­ist bjart­sýn á að draga megi Breta og Hol­lend­inga aft­ur að samn­inga­borðinu til að semja upp á nýtt um Ices­a­ve. Hún seg­ir málið skýr­ast á allra næstu dög­um. Þau Össur Skarp­héðins­son og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, hafa ít­rekað rætt í síma við starfs­bræður sína í Bretlandi, Hollandi og á Norður­lönd­un­um síðustu daga. Þetta kom fram í seinni kvöld­frétt­um Rík­is­sjón­varps­ins.

Jó­hanna, Össur og Stein­grím­ur hittu for­ingja stjórn­ar­and­stöðunn­ar í stjórn­ar­ráðinu fyrr í kvöld og þar var lögð fram áætl­un um hvernig megi leysa þann hnút sem Ices­a­ve hef­ur verið í. For­sæt­is­ráðherra seg­ir þó ekk­ert í hendi enn sem komið er en mál­in skýrist von­andi strax upp úr helg­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert