Bæði vöruúrvalið og kúnnahópurinn hjá Góða hirðinum hafa breyst töluvert undanfarið ár.
Heilmikil biðröð myndast alla jafna fyrir utan Góða hirðinn áður en hann er opnaður klukkan 12 alla virka daga. Vinnudagurinn hjá starfsfólki verslunarinnar hefst þó mun fyrr en strax um áttaleytið er hafist handa við að tæma gáma með nýjum skammti af notuðum húsbúnaði sem rata í hillur verslunarinnar. Síðasta árið hefur orðið nokkur breyting á þeim varningi sem berst versluninni, sem og kúnnahópnum sem er orðinn stærri en áður.
Allur ágóði verslunarinnar fer til góðagerðamála og þannig hlutu 15 líknarfélög styrki í fyrra sem eflaust hafa komið í góðar þarfir. Kúnnarnir eru líka hæstánægðir með sitt hlutskipti.