Hætt við óvinsælar framkvæmdir við Ingólfstorg

Frá Ingólfstorgi.
Frá Ingólfstorgi. mbl.is/Júlíus

Skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að unnið verði að nýju skipu­lagi að Ing­ólf­s­torgi þar sem fallið verður að hluta frá áður aug­lýst­um til­lög­um sem hafa mætt tals­verðri and­stöðu.

Sam­kvæmt nýju til­lög­un­um mun skemmti­staður­inn Nasa standa áfram í óbreyttri mynd, en fyrri breyt­inga­til­laga gerði ráð fyr­ir að staður­inn yrði rif­inn og end­ur­byggður í kjall­ara ný­bygg­ing­ar sem átti að rísa þar sem Nasa stend­ur nú. Einnig hef­ur verið hætt við að færa hús­in við Vall­ar­stræti 4 og Aust­ur­stræti 7 fram­ar á torgið. Verða hús­in tvö áfram á sín­um stað og vernduð í þeirri mynd sem þau eru.

Sjá nán­ar um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert