Stjórn Straums sýknuð

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason.

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem sýknaði fyrr­ver­andi stjórn Straums Burðaráss af kröfu Vil­hjálms Bjarna­son­ar og dætra hans um skaðabæt­ur vegna sölu á hluta­bréf­um í bank­an­um árið 2007. Taldi dóm­ur­inn ekki að feðgin­in hefðu getað sýnt fram á að þau hefðu orðið fyr­ir tjóni.

Vil­hjálm­ur og dæt­ur hans, Hulda Guðný og Krist­ín Martha, voru hlut­haf­ar í Straumi. Þau höfðuðu málið gegn stjórn Straums í októ­ber árið 2008 vegna sölu bank­ans á hluta­bréf­um til Lands­bank­ans í Lúx­em­borg, sem var stór hlut­hafi í bank­an­um á þeim tíma, á verði sem var und­ir markaðsverði er viðskipt­in áttu sér stað.

Hinn 17. ág­úst seldi bank­inn 550 millj­ón hluti í sjálf­um sér til Lands­bank­ans í Lúx­em­borg á geng­inu 18,6 en meðal­gengi bréfa Straums í Kaup­höll­inni þann dag­inn var 19,17.

Vil­hjálm­ur og dæt­ur hans töldu að stjórn Straums hefði ekki mátt selja svo stór­an hlut und­ir markaðsverði á þeim degi er kaup­in voru gerð. Sal­an hafi í raun rýrt verðmæti fé­lags­ins og hluta­bréfa þeirra. Stjórn­in hafi átt að geta selt hlut­inn að minnsta kosti á meðal­gengi dags­ins og þannig fengið 313,5 millj­ón­um króna meira í sjóð fé­lags­ins.

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son kaup­sýslumaður var í stjórn Straums og var  því meðal stefndu í mál­inu, en fé­lög í hans eigu voru stærstu hlut­haf­ar Lands­bank­ans.

Hæstirétt­ur taldi, að Vil­hjálm­ur og dæt­ur hans hefðu ekki sýnt fram á tjón sitt vegna um­ræddr­ar sölu og ekki held­ur, að um­rædd sala hefði verið óþörf. Stjórn­end­ur fé­laga tækju ákv­arðanir um fjár­hags­leg­ar ráðstaf­an­ir og dóm­stól­ar gætu ekki fjallað um hvort þær hefðu verið nauðsyn­leg­ar eða ekki. Í mál­inu gæti því aðeins reynt á hvort með þeim hefði verið brotið ólög­lega gegn rétt­ind­um annarra.

Þá taldi Hæstirétt­ur, að feðgin­in hefðu ekki hafa sýnt fram á að raun­hæft hefði verið að fá veru­lega hærra verð fyr­ir bréf­in en fékkst. Þá hefðu þau ekki sannað að til­boð um kaup á svo miklu hluta­fé hefðu verið virk í kaup­höll­inni á þess­um tíma. Því væri ekki sannað að rétt­ind­um fé­lags­ins hefði verið ráðstafað á órétt­mæt­an hátt.

Einnig var talið að stjórn­end­um fé­lags­ins hefði ekki verið skylt að bjóða hlut­höf­um að ganga inn í um­rædd­an samn­ing þar sem slík­ur áskilnaður væri hvorki í hluta­fé­laga­lög­um né samþykkt­um fé­lags­ins. Með þess­ari sölu hefði hlut­höf­um fé­lags­ins því ekki verið mis­munað.  

Stjórn Straums var sýknuð í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í mars sl. þar sem Vil­hjálm­ur og dæt­ur hans voru ekki tal­in hafa sýnt fram á að þau hefðu orðið fyr­ir tjóni vegna söl­unn­ar. Þar sem fjár­krafa feðgin­anna var und­ir lög­bund­inni áfrýj­un­ar­fjár­hæð, sem er 300.000 kr., þurfti Hæstirétt­ur sér­stak­lega að veita leyfi fyr­ir áfrýj­un máls­ins.

Vil­hjálm­ur krafðist þess að fyrr­ver­andi stjórn Straums greiddi sér 12.891 krónu í bæt­ur og dæt­ur hans þess að þeim yrðu greidd­ar 9285 krón­ur hvorri í bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert