Íslenska björgunarsveitin á Haítí bjargaði fyrir skömmu tveimur stúlkum úr rústum húss á Haítí. Lárus Steindór Björnsson einn björgunarliða á Haíti segir að 50 – 60% húsa í Port au Prince hafi hrunið og sjá megi vonleysi í augum íbúa svæðisins.
Varað er við myndum, sem fylgja fréttinni.
Íslenska björgunarsveitin hefur þegar bjargað tveimur konum úr rústum verslunarmiðstöðvar í Port-au-Prince í dag.