Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði brot 415 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík frá miðvikudegi til fimmtudags. Um var að ræða 6% af þeim ökutækjum sem fóru þarna um, yfir gatnamót Sæbrautar og Langholtsvegar.
Á umræddu tímabili fóru 6.547 ökutæki
eftir Sæbraut til suðurs, að því er segir á vef lögreglunnar. Meðalhraði hinna brotlegu var 74 km/klst en þarna er 60 km
hámarkshraði. Fjörutíu og níu óku á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók
mældist á 100 km hraða.