Alltaf von um að finna fólk á lífi

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin heldur nú áfram leit sinni að lifandi fólki í húsarústum í höfðuborg Haítí í dag en leitin hefur ekki borið árangur í dag.

Nokkur bið var í morgun áður en björgunarstörfin gátu hafist þar sem mikill skortur er á tækjum til flutnings mannskapar og búnaðar, að því er Gísli Rafn Ólafsson, einn stjórnanda sveitarinnar segir. Íslenska sveitin leitar nú á sama svæði og bandarísk rústabjörgunarsveit og veitir ekki af að hans sögn því svæðið er stórt og erfitt til leitar.

Enn hefur leitin ekki borið árangur. „Það er byrjað á því að meta það svæði sem við fengum og finna þar skóla og aðrar byggingar þar sem var mikið af fólki þegar jarðskjálftinn dundi yfir.“

Inntur eftir því hvernig menn meta vonir um að finna fleiri á lífi segir Gísli alltaf einhvern möguleika, sérstaklega þegar fólk hefur einfaldlega lokast inni en ekki kramist undir rústunum. „Þú getur nú lifað nokkuð lengi, í nokkra daga án þess að hafa vatn og mat ef þú ert ekki slasaður.“ Minni líkur séu á því að geta bjargað þeim sem hafi slasast þegar skjálftinn reið yfir.

Hann segir góðan anda hjá íslenska björgunarfólkinu enda sé passað vel upp á andlega sem og líkamlega líðan hópsins. „Aðstæðurnar hérna eru náttúrulega skelfilegar og t.d. í þessari verslunarmiðstöð sem við fórum inn í í gær – þótt við fyndum þrjá á lífi þá voru tugir þarna sem lifðu ekki af. Þannig tekur alltaf á menn andlega en á móti er það vítamínsprauta að finna einhvern á lífi.“ 


Íslensku björgunarmennirnir bjarga konu úr rústum í nótt.
Íslensku björgunarmennirnir bjarga konu úr rústum í nótt.
Gísli Rafn Ólafsson.
Gísli Rafn Ólafsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert