Framkvæmt fyrir 100 milljónir í Vogum

Vogar á Vatnsleysuströnd.
Vogar á Vatnsleysuströnd. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarfélagið Vogar hyggst framkvæma fyrir 100 milljónir á þessu ári án nokkurrar lántöku. Hefja á framkvæmdir við fráveitu sveitarfélagins, sem er tveggja ára verkefni. Einnig verður farið í verkefni á leikskólalóð og íþróttasvæði og ráðist í endurgerð gatna. Víkurfréttir greina frá þessu.

„Við teljum mikilvægt að framkvæma einmitt núna. Opinberir aðilar sem geta fjármagnað sig eiga að fara í framkvæmdir,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum, í samtali við Víkurfréttir, aðspurður um það hvort sveitarfélagið ætti fremur að halda að sér höndum í kreppunni.

Róbert segir að við gerð fjárhagsáætlunarinnar hafi áhersla verið lögð á verkefni önnur en fasteignaverkefni sem skapa mikinn rekstrarkostnað. Auk þess væri engin þörf á fleiri fasteignaverkefnum í bili. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert