Deilt var á bæði forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og þá þingmenn flokksins sem hafa ekki verið samstiga forystunni í Icesave-málinu, í almennum umræðum á flokksráðsfundi á Akureyri í kvöld.
Einn fundarmanna sakaði formanninn, Steingrím J. Sigfússon, um valdhroka og minnti á að þótt flokkurinn hefði farið í ríkisstjórn ætti hann að berjast áfram fyrir eigin stefnu. Það væri heldur ekki gott að flokkur sem alltaf hefði barist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu hefði ekki viljað fara þá leið nú.
Annar gagnrýndi mjög málflutning Ögmundar Jónassonar og nokkurra annarra þingmanna undandfarið í Icesave málinu.