Geðhjálp fagnar því að þjónustan flytjist nær borgunum

Stjórn Landssamtakanna Geðhjálp hafa sent frá sér ályktun þar sem hún fagnar ákvörðun velferðarráð Reykjavíkurborgar fyrr í vikunni um að gangið verði til samninga við félagsmálaráðuneytið um að sú þjónusta sem geðfatlaðir hafa hingað til fengið frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra flytjist til borgarinnar.

Í ályktuninni kemur fram að þetta samrýmist vel stefnu Landssamtakanna Geðhjálpar um að nærþjónusta við alla íbúa, fatlaða sem ófatlaða, eigi að vera á ábyrgð viðkomandi sveitarfélags.
 
„Geðhjálp fagnar þessu mikilvæga skrefi og væntir þess að með því verði þjónusta við geðfatlaða í Reykjavík bæði efld og einfölduð frá því sem verið hefur. Með nýrri skipan mála er ætlunin að áherslan sé á nærþjónustu og einstaklingsmiðað fyrirkomulag í stað stofnanaþjónustu.

Geðhjálp væntir þess að með sameiningu og samvinnu sveitarfélaga takist að bæta verulega þjónustu fatlaðra um allt land. Það er forsenda þess að vel takist til með yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga á næsta ári og sem Landssamtökin Geðhjálp binda miklar vonir við,“ segir í ályktuninni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert