Mikilvægt að veita Íslandi stuðning

Anders Borg.
Anders Borg. FRANCOIS LENOIR

Anders Borg, fjármálaráðherra Svía, segir við Dow Jones fréttaveituna í dag, að Svíar telji mjög mikilvægt að veita Íslandi stuðning áfram en landið verði að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðasamfélaginu og ákvörðun forseta Íslands að synja Icesave-lögum staðfestingar hafi valdið vonbrigðum. 

„Við teljum afar, afar mikilvægt að halda áfram að styðja Ísland sem er í mjög erfiðri stöðu. En það er nauðsynlegt að Íslendingar haldi áfram að því ferli að framfylgja samkomulaginu," hefur Dow Jones eftir Borg. 

Hann sagði að synjun forsetans hefði valdið vonbrigðum og feli í sér bakslag fyrir Ísland, sem hafi verið komið vel á veg að endurskipuleggja efnahagskerfið, endurheimta tiltrú alþjóðlegra fjármagnsmarkaða og semja við lánardrottna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert