Tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu Íslands um atvinnuleysi ber ekki saman. Hagstofan mældi 6,7% atvinnuleysi síðasta ársfjórðung, en skráning Vinnumálastofnunar sagði atvinnuleysi 7,6% til 8,2%.
Ástæður þessa eru mismunandi skilgreiningar sem liggja að baki mælingunum, en Hagstofan fylgir staðli Alþjóðlegu vinnumálastofnunarinnar (ILO) og Hagstofu ESB.
Könnun hagstofunnar er hluti af evrópsku vinnumarkaðskönnuninni sem er gerð í öllum löndum EES. Skráð atvinnuleysi í desember 2009 var 8,2% en það eru að meðaltali 13.776 manns. Á sama tíma árið 2008 var atvinnuleysi 4,8%.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.