Sammála að sigla flotanum í land

Stjórnarfundur í skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi sem haldinn var í fyrradag, lýsir sig sammála LÍÚ um að sigla flotanum í land.

Í tilkynningu frá félaginu segir að íslenskt þjóðfélag hafi tapað tugum milljarða á „fávisku ríkisstjórnarinnar í sambandi við sjávarútvegsmál“. Þá sé átt við makrílveiðarnar, strandveiðarnar þar sem vinnan var tekin af alvöru sjómönnum, og litlar loðnuveiðar. Menn verði að standa saman gegn ruglinu í sjávarútvegsmálum. Það vill enginn fjárfesta í þessari grein meðan óvissan er eins og hún er og þá „er fjandinn laus eins og ríkisstjórnin vill“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert