„Ég held ekki að venjulegt fólk í Bretlandi geri sér fulla grein fyrir hlutföllunum í deilunni og hvaða áhrif Icesave-skuldbindingarnar myndu hafa á venjulega Íslendinga.
Ég held að ef almenningur í Bretlandi gerði það myndi það leiða til aukinnar samúðar með Íslendingum,“ segir Ruth Sunderland, viðskiptaritstjóri The Observer, um afstöðu bresks almennings til Icesave-deilunnar.
Ruth tekur aðspurð undir að íslensk stjórnvöld hefðu átt að beita sér meira í að upplýsa Breta um skuldabyrðina sem Icesave mun leggja á íslensku þjóðina. Bretar vilji ekki kalla kreppu yfir Ísland.
„Ég held ekki að breskur almenningur vilji horfa upp á Íslendinga missa húsin sín og drukkna í skuldafeni.“
Sjá nánar samtal við frú Sunderland í Morgunblaðinu í dag.