Miðað við gengi krónunnar í gær mun heildarkostnaðurinn vegna Icesave-skuldbindinga Íslendinga nema 507 milljörðum sé miðað við 88% heimtur af eignum Landsbankans.
Þetta kemur fram í grein Jóns Daníelssonar, hagfræðidósents við London School of Economics, í blaðinu í dag. Af þessari tölu fara aðeins 120 milljarðar í greiðslu af höfuðstól en 387 milljarðar fara eingöngu í vaxtagreiðslur.
Jón segir ennfremur að Íslendingar beri alla gjaldeyrisáhættu vegna samkomulagsins vegna íslenskra gjaldeyrislaga sem koma samningnum við Breta og Hollendinga lítið við.
Fram kemur í grein Jóns að vaxtagreiðslurnar vegna Icesave séu svo miklar að það myndi skipta meiriháttar máli fyrir íslenska hagkerfið tækist að endursemja um kjörin.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.