Vilja hvorki ESB né AGS

Frá síðasta landsfundi VG.
Frá síðasta landsfundi VG. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Meðal ályktana sem lagðar eru fram á fundi flokksráðsfundar VG á Akureyri eru þær að ráðið leggi til að samstarfi Íslands við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn verði hætt og að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka.

Í tillögu að ályktun frá sex félagsmönnum er lagt til að umsóknin að ESB verði dregin til baka. Bent er á yfirlýsta stefnu flokksins um að það þjóni ekki hagsmunum ladns og þjóðar að ganga í Evrópusambandið. „Vegna eindreginnar andstöðu við aðild Íslands að ESB, mikillar óánægju innan flokksins með aðildarumsóknina, óréttmætra fjárútláta við aðildarumsóknina á niðurskurðartímum, lömunaráhrifa aðildarumsóknar á framþróun í landbúnaði og sjávarútvegi og síðast en ekki síst vegna afleitrar samningsstöðu Íslands nú um mundir“ vilja sexmenningarnir að umsóknin verði dregin til baka.

Fjórar félagar leggja til að samstarfinu við AGS verði hætt. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur víða um heim skilið eftir sig sviðna jörð enda gegnir hann fyrst og fremst því hlutverki að standa vörð um hagsmuni fjármagnseigenda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur til að mynda beitt sér mjög fyrir málstað Hollendinga og Breta í IceSave-málinu,“ segir í tillögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert