13 í framboði hjá Samfylkingu í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar sækist einn eftir því að …
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar sækist einn eftir því að leiða lista flokksins í Reykjavík. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samfylkingin í Reykjavík stendur fyrir prófkjöri vegna borgarstjórnarkosninganna, sem fram fara 29. maí 2010. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag og bárust þrettán framboð. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi sækist einn eftir því að leiða listann í fyrsta sæti en önnur framboð eru sem hér segir:

2. sæti:

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi (2.-3. sæti), Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi og Sigrún Elsa Smáradóttir borgarfulltrúi og viðskiptafræðingur.

3. sæti:

Bjarni Karlsson sóknarprestur (3.-4. sæti), Hjálmar Sveinsson dagskrárgerðarmaður, Margrét K. Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi og verkefnisstjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands og Stefán Benediktsson arkitekt (3.-5. sæti).

4. sæti:

Guðrún Erla Geirsdóttir kennari og listfræðingur, Gunnar H. Gunnarsson umferðaröryggisverkfræðingur og Lárus R. Haraldsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg (4.-6. sæti).

5.-6. sæti:

Reynir Sigurbjörnsson rafvirki

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert