Fagna samstöðu um Icesave

Stórkaupmenn fagna því að samstaða sé að nást um Icesave
Stórkaupmenn fagna því að samstaða sé að nást um Icesave Ómar Óskarsson

Stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna, FÍS, fagnar því í yfirlýsingu að samstaða virðist vera að nást meðal stjórnmálaflokka um afstöðu gagnvart viðsemjendum Íslands í Icesave málinu.

Telur stjórn FÍS ekki þurfa að fjölyrða um mikilvægi þess að Ísland hafi eina rödd í málinu og að óvissu í kringum málið linni sem allra fyrst. Það sé grundvallaratriði að heildarhagsmunir þjóðarinnar ráði för en ekki pólitískir hagsmunir einstakra flokka. Í því felist að Íslendingar umgangist skuldbindingar sínar af ábyrgð, réttindi sín af festu en sýni umfram allt samstöðu í sinni framgöngu.

„Stjórn FÍS telur nauðsynlegt að stjórnmálamenn nálgist fleiri mikilvæg mál með samstöðu að leiðarljósi. Ástandið í atvinnulífinu er grafalvarlegt og að óbreyttu mun það versna. Nú þarf samstöðu um nauðsynleg umbótaverkefni og atvinnusköpun," segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert