Flokksráð ítrekar andstöðu VG við inngöngu í Evrópusambandið

Flokksráðsfundur VG á Akureyri
Flokksráðsfundur VG á Akureyri Skapti Hallgrímsson

Flokks­ráð VG ít­rek­ar and­stöðu sína við hugs­an­lega aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Þrátt fyr­ir að nú hafi verið sótt um aðild að sam­band­inu, er það ein­dreg­inn vilji flokks­ráðs að Ísland haldi áfram að vera sjálf­stætt ríki utan Evr­ópu­sam­bands­ins, að því er seg­ir í álykt­un sem samþykkt var í dag.

Flokks­ráð Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs hvet­ur ráðherra, þing­menn og fé­lags­menn Vinstri grænna um allt land til að halda stefnu flokks­ins um and­stöðu við aðild Íslands að ESB á lofti og berj­ast ein­arðlega fyr­ir henni.

Í ljósi af­stöðu flokks­ins tel­ur flokks­ráðið brýnt að til verði fast­ur far­veg­ur skoðana­skipta um Evr­ópu­mál á vett­vangi flokks­ins og hvet­ur til ít­ar­legr­ar um­fjöll­un­ar um þau, m.a. með málþing­um og mál­efn­a­starfi. 

Flokks­ráðið fel­ur stjórn flokks­ins að skipa sér­stak­an starfs­hóp til að fylgj­ast grannt með því ferli sem nú er í gangi og tryggja upp­lýs­inga­öfl­un inn­an flokks­ins og til að starfa með þing­flokki og full­trú­um flokks­ins í ut­an­rík­is­mála­nefnd að Evr­ópu­mál­um.  Flokks­ráðið legg­ur sér­staka áherslu á gegn­sæi í um­sókn­ar­ferl­inu og hvet­ur til op­inna umræðu- og fræðslufunda um ESB þar sem öll sjón­ar­mið, kost­ir og gall­ar, eru dreg­in fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka