Hafís kominn að Hornbjargi

Hér sést hafísinn, en myndin var tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar …
Hér sést hafísinn, en myndin var tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í dag. Mynd/Landhelgisgæslan

Í ís­könn­un­ar­flugi þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar í dag kom í ljós haf­ís við Horn­bjarg sem hef­ur nán­ast náð landi við Horn­bjargs­vita, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Ísinn ligg­ur til aust­urs í átt­ina  að Óðins­boða,  tals­verður rekís og spang­ir en þó er fært gegn­um ís­inn með aðgát.  Eitt skip fór í gegn um ís­inn meðan flogið var yfir en Land­helg­is­gæsl­an var­ar sjófar­end­ur við aðstæðum og mæl­ir með að fylgst verði með sjáv­ar­hita. Þegar flogið var yfir var þoka og lé­legt skyggni á svæðinu. 

Meðfylgj­andi eru mynd var tek­in úr þyrlunni í dag.

Rauða línan sýnir mörk hafíssins, sem er kominn mjög nálægt …
Rauða lín­an sýn­ir mörk haf­íss­ins, sem er kom­inn mjög ná­lægt landi ná­lægt Horn­bjargi. Kort / Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert