Gisinn ís er um 15 sjómílur frá Hornbjargi, en hafístunga teygir sig suður í átt að Ströndum og hefur færst aðeins nær landi frá því á fimmtudag. Hafísinn er nú um 14 sjómílur frá landi. Þetta má sjá á gervihnattamynd sem tekin var í gær og greind er á vef Veðurstofu Íslands.
Þar kemur fram að hafístunga er um 21 sjómílur frá Straumnesi. Einnig vottar fyrir mögulegum stökum jökum út frá Barða. Sökum þessa eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát.