Hugmyndaráðuneytið eins árs

Þjóðfundurinn í haust var meðal þeirra verkefna sem Hugmyndaráðuneytið hefur …
Þjóðfundurinn í haust var meðal þeirra verkefna sem Hugmyndaráðuneytið hefur komið að. mbl.is/ Kristinn

Hugmyndaráðuneytið fagnar eins árs afmæli sínu í dag. Í tilefni dagsins verður opnað nýtt vefsamfélag í kringum starfsemi þessa ráðuneytis grasrótarinnar. Ráðstefna fer fram á Háskólatorginu í dag kl. 16-18.

„Hugmyndaráðuneytið var stofnað í ársbyrjun 2009 sem ópólitísk grasrótarsamtök og starfar án allra fjárveitinga og hagsmunatengsla. Hugmyndaráðuneytið er samfélagsverkefni sem leggur sín lóð á vogaskálarnar í málefnum þar sem það telur sig geta látið gott af sér leiða. Eitt af markmiðum þess er að miðla þekkingu og stuðla að því að byggja upp fjölbreytt og sveigjanlegt atvinnulíf á Íslandi með virkjun mannauðs landsmanna. Stærsta verkefnið sem Hugmyndaráðuneytið hefur tekið þátt í er án efa Þjóðfundurinn og í kjölfar hans hafa sprottið upp fjölda margar hugmyndir sem sumar eru komnar í vinnslu," segir í tilkynningu frá Hugmyndaráðuneytinu.

Afmælissráðstefnan verður haldin í stofu 103 á Háskólatorginu. Gestum og gangandi verður boðið upp á köku í tilefni dagsins. Fundastjóri verður Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert