Rússar sýna Íslendingum áhuga

Búðir íslensku sveitarinnar á Haíti.
Búðir íslensku sveitarinnar á Haíti. Myndir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Starf íslensku hjálparsveitarinnar á Haíti heldur áfram að vekja athygli erlendra fjölmiðla. Sagt var frá starfi þeirra í aðalfréttatíma rússneska ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, fyrstu frétt, en um 300 milljónir horfa á þessa stöð að jafnaði. 

Í fréttinni er rætt við Ólaf Loftsson, björgunarsveitamann,  þar sem fram kemur að litla Ísland hafi þegar sent mannskap á staðinn og  bjargað tveimur út rústunum. Einnig er fylgst með rússneskum hjálparsveitum að störfum og rætt við fórnarlömb jarðskjálftanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka