Jón Ásgeir Jóhannesson segir í samtali við Morgunblaðið að Malcolm Walker sé þátttakandi í tilboði um endurskipulagningu á Högum, en Walker sagði í Morgunblaðinu í gær að hann hefði enga ákvörðun tekið um slíkt.
Segir Jón Ásgeir lítið vit í öðru en að tilboði föður hans, Jóhannesar Jónssonar, og fleiri fjárfesta í Haga verði tekið. „Ég held að þessi hópur sem gerir tilboðið – lykilstarfsmenn, Jóhannes og Malcolm Walker – sé best fallinn til þess að reka félagið og greiða upp skuldir þess. Í þessum hópi eru bestu rekstrarmenn í verslun á Íslandi,“ segir Jón Ásgeir í samtali við Morgunblaðið, en hann vill ekki upplýsa hvort um fleiri erlenda fjárfesta er að ræða.
Sjá nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.