„Það er mikilvægt að Ísland leggi fram samning sem álitinn verður sanngjarn fyrir landið og felur ekki í sér að Ísland beri enga ábyrgð því augljóst er að svo er.
Ég held að synjunin feli í sér tækifæri, einkum og sér í lagi vegna þess að breskur almenningur vill ekki að litið sé á Bretland sem þorpara í máli sem þessu.
Ef því verður haldið á lofti af krafti að Bretar komi illa fram við litla þjóð í viðkvæmri stöðu held ég að það gæti haft áhrif í stjórnmálunum hér,“ segir Martin Wolf, dálkahöfundur hjá Financial Times. Mikilvægt sé að slíkur samningur sé lagður fram skömmu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um lögin, hafni Íslendingar þeim.
Sjá nánar um skrif Martins Wolf í Morgunblaðinu í dag.