Myndu stefna á lægri Icesave-vexti

reuters

Ef formlegar viðræður hefjast á ný í Icesave-málinu, við Breta og Hollendinga, verður meðal annars rætt um vaxtakostnaðinn, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.

„Það er augljóst mál að ef menn fara af stað á nýjan leik þá eru okkar væntingar þær að við fengjum á einhvern hátt hagstæðari frágang á málinu,“ segir Steingrímur.

Vextirnir í Icesave-samningunum eru nú fastir í 5,55% og verða 120 til 507 milljarðar króna samkvæmt útreikningum Jóns Daníelssonar hagfræðings. Lækki gengi krónunnar um 30% gagnvart sterlingspundinu verður Icesave-skuldin öll 961 milljarður og sé aflandsgengi krónunnar notað sem viðmiðun er Icesave-skuldin 1.055 milljarðar króna.

Í forsætisráðuneytinu var fundað um sátt allra flokka í Icesave-málinu, ef til þess kæmi að Bretar og Hollendingar fengjust aftur að samningaborðinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundinn að hann hefði verið góður og að hún væri enn vongóð um að nýjar viðræður færu fram. Fundarmenn höfðu nálgast sátt og gert drög að sameiginlegri yfirlýsingu.

Sjá ítarlega umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert