Starf íslensku rústabjörgunarsveitarinnar á skjálftasvæðinu á Haíti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla. Myndskeið AP-fréttastofunnar, þar sem fylgst er með björgun Íslendinganna á einni konu í verslunamiðstöð í Port-au Prince hefur verið sett á You Tube vefinn.
Myndbandið sýnir fumlaus og örugg handtök Íslendinganna, en sem kunnugt er voru þeir meðal fyrstu björgunarsveita á vettvang. Hefur sveitin komið sér fyrir við flugvöllinn í Port-au Prince og vinnur í nánu samstarfi við aðrar erlendar sveitir.