Segist ráða yfir Actavis

Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni.
Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni. mbl.is/G.Rúnar

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis Group, segir að Actavis sé að fullu í höndum hluthafa félagsins. Fréttir um annað séu rangar.

Í Morgunblaðinu í dag og í frétt Stöðvar 2 í kvöld var því haldið fram að Björgólfur væri að missa Actavis frá sér. Engar meiriháttar ákvarðanir væru teknar án samráðs við þýska bankann Deutsche bank, einn helsta lánardrottin fyrirtækisins.

Í yfirlýsingu frá Björgólfi er þessu hafnað: „Actavis er að fullu í höndum hluthafa. Núverandi stjórn félagsins, í umboði hluthafa, ræður stefnumótun og rekstri þess. Fréttir um annað eru rangar. Engin áform eru uppi um að lánardrottnar breyti skuldum félagsins í hlutafé eða eignist hlutafé í félaginu. Þá er rétt að fram komi að Actavis hefur undanfarið átt í mjög góðu samstarfi við lánardrottna félagsins um skuldastöðu þess og á enn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert