Segist ráða yfir Actavis

Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni.
Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni. mbl.is/G.Rúnar

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son, stjórn­ar­formaður Acta­vis Group, seg­ir að Acta­vis sé að fullu í hönd­um hlut­hafa fé­lags­ins. Frétt­ir um annað séu rang­ar.

Í Morg­un­blaðinu í dag og í frétt Stöðvar 2 í kvöld var því haldið fram að Björgólf­ur væri að missa Acta­vis frá sér. Eng­ar meiri­hátt­ar ákv­arðanir væru tekn­ar án sam­ráðs við þýska bank­ann Deutsche bank, einn helsta lán­ar­drott­in fyr­ir­tæk­is­ins.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Björgólfi er þessu hafnað: „Acta­vis er að fullu í hönd­um hlut­hafa. Nú­ver­andi stjórn fé­lags­ins, í umboði hlut­hafa, ræður stefnu­mót­un og rekstri þess. Frétt­ir um annað eru rang­ar. Eng­in áform eru uppi um að lán­ar­drottn­ar breyti skuld­um fé­lags­ins í hluta­fé eða eign­ist hluta­fé í fé­lag­inu. Þá er rétt að fram komi að Acta­vis hef­ur und­an­farið átt í mjög góðu sam­starfi við lán­ar­drottna fé­lags­ins um skulda­stöðu þess og á enn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert