Þingmenn vaktir upp

Þingmönnum var boðið sérstaklega að mæta á Austurvöll í dag.
Þingmönnum var boðið sérstaklega að mæta á Austurvöll í dag. Heiðar Kristjánsson

Fjór­ir þing­menn hafa boðað komu sína á kröfufund sam­tak­anna Nýtt Ísland og Hags­muna­sam­taka heim­il­anna sem fram fer á Aust­ur­velli kl. 15 í dag. Í morg­un hafa nokkr­ir full­trú­ar farið á milli þing­manna á höfuðborg­ar­svæðinu og vakið þá upp. Sjö þing­menn og ráðherr­ar hafa afboðað komu sínu.

Þing­menn­irn­ir sem til­kynnt hafa mæt­ingu á fund­inn eru Birgitta Jóns­dótt­ir og Mar­grét Tryggva­dótt­ir frá Hreyf­ing­unni og fram­sókn­arþing­menn­irn­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son og Vig­dís Hauks­dótt­ir.

Ræðumenn á Aust­ur­velli í dag verða Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­nes, Guðrún Dadda Ásmund­ar­dótt­ir, í stjórn Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, og Birk­ir Högna­son, formaður Ungliðadeild­ar Sjúkra­liðafé­lags Íslands. Þetta verður sjötti kröfufund­ur þess­ara sam­taka en síðasta laug­ar­dag er talið að um 700 manns hafi komið á Aust­ur­völl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert