Þingmenn vaktir upp

Þingmönnum var boðið sérstaklega að mæta á Austurvöll í dag.
Þingmönnum var boðið sérstaklega að mæta á Austurvöll í dag. Heiðar Kristjánsson

Fjórir þingmenn hafa boðað komu sína á kröfufund samtakanna Nýtt Ísland og Hagsmunasamtaka heimilanna sem fram fer á Austurvelli kl. 15 í dag. Í morgun hafa nokkrir fulltrúar farið á milli þingmanna á höfuðborgarsvæðinu og vakið þá upp. Sjö þingmenn og ráðherrar hafa afboðað komu sínu.

Þingmennirnir sem tilkynnt hafa mætingu á fundinn eru Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir frá Hreyfingunni og framsóknarþingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Vigdís Hauksdóttir.

Ræðumenn á Austurvelli í dag verða Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes, Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna, og Birkir Högnason, formaður Ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands. Þetta verður sjötti kröfufundur þessara samtaka en síðasta laugardag er talið að um 700 manns hafi komið á Austurvöll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert