19 manns í forvali VG í Reykjavík

Nítján manns eru í framboði í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða í vor.

Forvalið verður haldið laugardaginn 6. febrúar Valið verður í sex efstu sæti framboðslistans og er kjörið opið öllum félagsmönnum í VG í Reykjavík, en kjörskrá verður lokað þann 27. janúar, samkvæmt tilkynningu frá flokknum.

Á næstu dögum mun flokksfélag Vinstri grænna í Reykjavík standa fyrir kynningu á frambjóðendunum, en þeir eru í stafrófsröð:

Birna Magnúsdóttir
Davíð Stefánsson
Einar Gunnarsson
Elín Sigurðardóttir
Friðrik Dagur Arnarson
Heimir Janusarson
Hermann Valsson
Ingimar Oddsson
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Jóhann Björnsson
Jón Þóroddur Jónsson
Kristján Hreinsson
Líf Magneudóttir
Margrét Jóndóttir
Snærós Sindradóttir
Sóley Tómasdóttir
Vésteinn Valgarðsson
Þorleifur Gunnlaugsson
Þór Steinarsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert