Áhyggjur af aðgerðaleysi

Guðjón A. Kristjánsson er formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón A. Kristjánsson er formaður Frjálslynda flokksins. mbl.is

Miðstjórn Frjálslynda flokksins kom saman til fundar í gær. Í stjórnmálaályktun er miklum áhyggjum lýst yfir aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í skuldavanda heimilanna.

Rifjað er upp í ályktuninni að Frjálslyndi flokkurinn hafi lagt fram tillögur til hjálpar skuldsettum heimilum fyrir síðustu kosningar. Ljóst sé að að leiðrétting höfuðstóls íbúðalána með afnámi verðtryggingar þurfi að vera forgangsatriði.

„Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir miklum áhyggjum af aðgerðarleysi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna vegna skuldavanda heimilinna. Framkvæma þarf raunhæfar aðgerðir vegna fjárhagsvanda heimila og einstaklinga, hvort sem um er að ræða verð- eða gengistryggð lán. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja eru komin í þrot. Svo er komið að bankarnir eru einráðir um afkomu fjölskyldna og fyrirtækja með óbeinu samþykki stjórnvalda," segir í ályktun frjálslyndra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert